Karfan þín er tóm

Upplýsingar um vöru

Vörunúmer: WEB_ALFAGASKETED

Boltaðir varmaskiptar fyrir nútíma kröfur
- Mesta varmanýtni og hitastigsnálgun
- Fyrirferðarlítil tæki sem spara pláss og er auðvelt að þjónusta og viðhalda
- Hámarks uppitími – minni óhreinindi, álag, slit og tæring
- Sveigjanleg tækni – auðvelt að laga sig að breyttum kröfum mismunandi verkefna

Boltaðir varmaskiptar frá Alfa Laval innihalda einkaleyfisskylda tækni sem setja þá framar varmaskiptum frá öðrum. Þessi varmaskiptatækni leiðir til aukinna afkasta og lægri kostnaðar til lengri tíma litið.

Dreifing CurveFlow ™ leiðir til hámarksflæðis varmans og betri nýtingar á öllu yfirborði plötunnar. Með því að bæta flæðið með þessari jöfnu dreifingu er sagt skilið við „dauð“ svæði og í kjölfarið veitir það meiri varmanýtningu og minnkar hættu á óhreinindum.

Inntak og úttak OmegaPort ™ er ekki hringlaga og býður upp á tvær leiðir til að spara orku; með meiri varmanýtni og minni dælukostnað. Það er vegna þess að flæði varmans eykst og leiðir til aukinna afkasta, lægra þrýstingsfall og hámarksnýtingu yfirborðs plötunnar.

Ósamhverfar rásir Alfa Laval FlexFlow ™ gera út um hlutfallslegar fórnir varmanýtni og þrýstingsfalls með mismunandi vökvaálagi á báðum hliðum plötuvarmaskiptisins. Varmaskiptin eru hámörkuð til að ná fram sem ákjósanlegustu varmanýtni og lægsta þrýstingsfalli, bæði á heitu og köldu hlið varmaskiptisins. Árangurinn er allt að 30% meiri afköst ásamt minni óhreinindum og fjárhagslega hagstæðari útkomu, til lengri tíma litið.

Hægt er að nálgast BIM skrár fyrir boltaða varmaskipta hér.

Eiginleikar
Nafn eiginleika Gildi eiginleika
Tegund Varmaskiptir
Gerð Boltaðir