Karfan þín er tóm

Um Vatn & veitur

Vatn & veitur hf var stofnað árið 2010 af hjónunum Önnu Lindu Magnúsdóttur og Fjölvari Darra Rafnssyni og norsku hluthöfunum Ulefoss. Frá stofnun þess hefur það sérhæft sig í sölu og þjónustu til fagmanna á pípulagninga- og veitumarkaði.

Árið 2017 sameinaðist fyrirtækið Efnissölu G.E.Jóhannssonar undir nafni Vatns & veitna. Efnissala G.E.Jóhannsson hóf starfsemi árið 1978 sem verktaka- og innflutnings fyrirtæki, en síðar varð starfsemin einskorðuð við heildsölu og innflutning á lagnaefni og hreinlætistækjum.

Sameinað fyrirtæki er í dag rekið sem sjálfstæð rekstrareining en hluti af Fagkaupum og er í eigu þess. Fyrirtækið hefur höfuðstöðvar að Smiðjuvegi 68-72 með aðalverslun og vöruhús og rekur einnig verslun að Bolafæti 1 Reykjanesbæ.