Karfan þín er tóm

Um Vatn & veitur

Sagan okkar

Vatn& veitur hf. var stofnað árið 2010 af hjónunum Önnu Lindu Magnúsdóttur og Fjölvari Darra Rafnssyni og norsku hluthöfum Ulefoss. Frá stofnun þess hefur það sérhæft sig í sölu og þjónustu til fagmanna á pípulagninga- og veitumarkaði.

Árið 2017 sameinaðist fyrirtækið Efnissölu G.E. Jóhannssonar en starfaði áfram undir nafni sínu, og sama ár tók Johan Rönning yfir rekstur þess. Efnissala G.E. Jóhannssonar hóf starfsemi árið 1978 sem verktaka- og innflutningsfyrirtæki, en síðar varð starfsemin einskorðuð við heildsölu og innflutning á lagnaefni og hreinlætistækjum.

Sameinað fyrirtæki er í dag rekið sem sjálfstæð rekstrareining innan Fagkaupa, og hefur fyrirtækið höfuðstöðvar að Smiðjuvegi 68-72 með aðalverslun sína og vöruhús og rekur einnig verslun að Bolafæti 1 í Reyjanesbæ og Austurvegi 69 á Selfossi.

Vatn & veitur er hluti af Fagkaup ehf, kennitala 670169-5459, VSK nr. 11784.