Við höfum fengið viðurkenninguna "Framúrskarandi fyrirtæki" sem Creditinfo veitir fyrir framúrskarandi árangur í rekstri fyrirtækja.
Frá og með 05 nóvember verður verslun okkar að Klettagörðum 6 opin alla virka daga frá 08-17
Vatn & veitur, hluti af Johan Rönning hf. er Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri árið 2018 en um 3% fyrirtækja landsins komast á þann lista Viðskiptablaðsins og Keldunnar.
Við höfum stóraukið vöruúrvalið okkar af PP/PVC rörum ásamt hitaveitu- og hljóðdeyfiplaströrum í verslun okkar að Klettagörðum 6 með auknu geymslusvæði.
Það var einstakt blíðvirðri þegar Grillvagninn kom á Smiðjuveginn og steiktir voru dýrindis hamborgarar fyrir gesti og gangandi. Við þökkum þeim fjölmörgu sem komu í heimsókn!
Það voru glaðbeittir píparar sem tóku á móti verðlaunum fyrir getspeki sína við hátíðlega athöfn.
Við vorum að flytja verslun okkar um 50 metra. Verslunin er mun bjartari en áður og aðstaða fyrir viðskiptavini betri með fleiri bílastæðum.
Þrír nýir starfsmenn hófu nýlega störf hjá Vatni & veitum í sölu- og þjónustu. Við erum afar ánægð með að fá þau til liðs við okkur og munu þau án efa efla starfsemina enn frekar.
Við tökum af auðmýkt og þakklæti við nafnbótinni Fyrirtæki ársins 2018 en viðurkenninguna fengum við frá VR í sjöunda skiptið við hátíðlega athöfn á Hilton Hotel Nordica þann 23. maí síðastliðinn.
Undirritaður hefur verið samningur þess efnis að Vatn og veitur er nú dreifingar- og þjónustuaðili fyrir Metso stjórnloka á Íslandi.