Karfan þín er tóm

Við erum til staðar fyrir þig

laugardagur, 31. október 2020

Ágæti viðskiptavinur

Í ljósi breyttra samkomutakmarkana höfum við aðlagað starfsemi okkar
með öryggi og heilsu að leiðarljósi.
 
Á mánudaginn 2. nóvember geta viðskiptavinir sótt þjónustu okkar gegnum tvo
innganga á Smiðjuvegi. Gegnum aðalinngang og síðan inngang nær
Smiðjuveginum. Þar verða starfsmenn til þjónustu reiðubúnir alla virka
daga frá 07:30-17:30 og Laugardaga 08:00-12:00
 
Við minnum á að hægt er að gera pantanir gegnum heimasíðu okkar
vatnogveitur.is og hringja í síma 575-9300.
 
Við munum einnig bæta í útkeyrsluþjónustu okkar og hvetjum
viðskiptavini til að velja þann valkost.
 
Útibúið okkar í Bolafæti verðum áfram opið í óbreyttri mynd.
 
Við minnum á að við erum öll almannavarnir!

Með baráttukveðju,
 
Starfsfólk Vatns & veitna