EN
Fyrirtækið

Skiptiborð

  575 9300

Opnunartímar

  8:00-18:00

Karfan þín er tóm

Við erum til staðar fyrir þig

Frétt birt þriðjudagur, 24. mars 2020

 

Ágæti viðskiptavinur


Við þökkum jákvæð viðbrögð og skilning á aðgerðum okkar í ljósi Covid19.

Í ljósi hertra aðgerða yfirvalda viljum við kynna þér tímabundið fyrirkomulag á starfsstöðvum okkar.

Opnunartími og þjónustuvilji okkar er óbreyttur en við höfum lagað starfsemina að tilmælum heilbrigðisyfirvalda.

Við hvetjum viðskiptavini okkar til að nýta síma- og netþjónustu okkar og bendum á heimasíðu félagsins Vatnogveitur.is og síma 575 9300

Heimasíðan er opin er allan sólarhringinn og þar er hægt að skoða, panta og velja hentugan afhendingarmáta á þeim vörum sem þú velur. Við höfum fjölgað í útkeyrsluteymi okkar til þess að mæta aukinni eftirspurn.

Við tökum vel á móti viðskiptavinum í verslunum okkar en beinum því til þeirra sem heimsækja okkur að ganga frá pöntun og undirritun reiknings og koma sér síðan vel fyrir í farartæki sinu. Við munum taka saman vörurnar og afhenda þær beint í farartækið. Þannig getum við í sameiningu orðið við fjöldatakmörkunum heilbrigðisyfirvalda - með öryggi og heilsu viðskiptavina, starfsfólks og almennings í fyrirrúmi.

Við höfum einsett okkur að laga okkur að þeim aðstæðum sem uppi eru hverju sinni og þjónusta okkar viðskiptavini á framúrskarandi hátt.

Við erum til staðar fyrir þig,
Vatn & veitur