Karfan þín er tóm

Ný verslun á Selfossi

þriðjudagur, 8. mars 2022

Sindri, Johan Rönning og Vatn & veitur, hafa opnað glæsilega verslun í nýju húsnæði við Austurveg 69 á Selfossi.

„Viðskiptavinir okkar hafa beðið spenntir eftir þessum tímamótum og við erum mjög ánægð að geta komið til móts við þeirra þarfir. Unnið hefur verið að opnun undanfarið ár og við erum mjög spennt fyrir að stimpla okkur enn frekar inn á Suðurlandi, framundan er mikill uppgangur og kraftur í sveitarfélaginu og við viljum vera þar sem viðskiptavinirnir okkar eru.“ segir Anný Björk Guðmundsdóttir, rekstrarstjóri nýrrar verslunar.

„Loksins er komin fagverslun fyrir iðnaðarmenn þar sem rafvirkjar, verktakar, veitufyrirtæki og pípulagnafólk geta fengið allt undir sama þaki. Einnig verkfæri og allan vinnufatnað. Í því felst mikil búbót fyrir fagfólk á Suðurlandi, að geta verslað allan búnað í heimabyggð. " segir Anný.

Boðið verður upp á veitingar og glaðninga vegna opnunarinnar og vonumst við til að sjá sem flesta iðnaðarmenn á staðnum í hinum nýju húsakynnum. Fjölda starfsmanna frá öðrum starfsstöðvum okkar verða á staðnum til að þjónusta alla á sem bestan máta. Sindri verður einnig með glæsileg opnunartilboð allan mars svo nú er tilvalið að græja sig upp af verkfærum fyrir vorið.

Afbragðs fagmenn af Suðurlandi hafa komið að byggingu hússins og undirbúnings. Jón Árni húsasmíðameistari hjá Árfossi sá um byggingu hússins sem er 1330 fermetrar að stærð.

Johan Rönning hefur starfrækt verslun á Selfossi frá 2007 og alltaf verið á Eyrarvegi. „Með nýrri verslun höfum við þrefaldað fermetrafjöldann svo við getum boðið upp á stóraukið vöruúrval og meiri birgðir. Við leggjum áherslu á að þróa vöruúrvalið í samráði við viðskiptavinina og þarfir þeirra, ," segir Anný.

„Við höfum frá upphafi státað okkur af framúrskarandi þjónustu, áreiðanleika og sérþekkingu og það verður ekkert lát á því," segir Anný að lokum en Johan Rönning mun fagna 90 ára afmæli á næsta ári.

Hér fyrir neðan má sjá myndband frá opnuninni af Youtube síðu Johan Rönning.