Karfan þín er tóm

Hawle System 2000 tengingar

föstudagur, 25. ágúst 2023

Hawle System 2000 tengingar fyrir Vatnsveitu HDPE/PE rör og frárennsli MOPVC /PVCrör.

Hawle System 2000 tengingar hafa verið á markaðnum í 30 ár með mjög góðum árangri. Með prófunum hefur Hawle gefið út að  áætlaður endingartími System 2000 tengja er 100 ár.

Nánari upplýsingar má sjá   100 Years Design Life: Hawle System 2000

Tengingar á PE rörum geta verið tímafrekar, með System 2000 tengingum, er handtökum við tengingu fækkað verulega ekki þarf að sjóða með spegil-/rafsuðu, einnig hefur vatn í lögn ekki áhrif á tenginguna. Ekki er þörf að nota innlegg innan í rör þegar notaðar eru System 2000 tengingar.

Nánari upplýsingar má sjá    Hawle System 2000 - connectors for plastic pipes - Hawle

Tengingar er hægt að nota aftur, mælt er þá með að skipt sé um þétti- og griphring í tenginu.

System 2000 tengingar eru í þrýsti flokki PN16. Hawle býður uppá í System 2000 línunni  eftirfarandi vörur samtengi, flangstengi, loka ,beygjur 90°,45°,30°,11°,endalok til þrýsti prófunar og breytistykki til stækkunar/minnkunar.

System 2000 er framleitt frá DN50-DN600 eða á 63 mm-630 mm rör , lokarnir  eru framleiddir frá DN50-DN300 eða á 63 mm-355 mm rör.

Í frárennsli eða skolp eru tengingar með NBR þéttingum.