Karfan þín er tóm

ACO vörur á skrá hjá Vatn & veitum

mánudagur, 8. nóvember 2021

Aco er birgir með gríðarlegt vöruúrval fyrir flestar lausnir sem viðkoma fráveitu. Allt frá hefðbundnum niðurföllum yfir í rennur í álagsflokkum frá A15 fyrir innkeyrslur upp í F900 fyrir flugvélahlöð.

Dæmi um rennur

Aco býður upp á niðurföll fyrir stóreldhús og raunar fyrir allar tegundir iðnaðar.

Dæmi um niðurföll sem við höfum á lager.

Aco eru einnig með afar vandaðar fitu- og olíuskiljur af öllum stærðum ásamt því að vera framleiðendur af steypujárnslokum og körmum.

Dæmi um fituskilju sem við höfum á lager

Hér er stutt kynning á smærri fituskiljum frá ACO sem komið er fyrir í eldhúsi, til dæmis undir vinnuborði. Þessi lausn er einkar hentug þegar ekki er hægt að koma við hefðbundinni fituskilja í jörð eða frístandandi einingu í kjallara. Sem dæmi má taka er þessi lausn hentug þegar breytingar eru gerðar á eldra húsnæði og eldhúsið standsett í rými sem hafði ekki tekið tillit til lausna sem slíkra.