Karfan þín er tóm

Öflugur liðsauki

mánudagur, 11. júní 2018

Þrír nýir starfsmenn hófu nýlega störf hjá Vatni & veitum í sölu- og þjónustu. Við erum afar ánægð með að fá þau til liðs við okkur og munu þau án efa efla starfsemina enn frekar.

Aldís Arna Einarsdóttir er með BS gráðu í viðskiptafræði og starfaði áður hjá Norðuráli við Grundartanga. Hannes Bridde er pípari að mennt og starfaði áður sem vörustjóri í pípulagningardeild Húsasmiðjunnar. Júlíus Ágúst Guðmundsson er menntaður nuddari og starfaði áður sem verslunarstjóri hjá Umbúðaverslun Odda.

Við bjóðum þau velkomin til starfa og hlökkum til samstarfsins.